Recruitment

AIESEC eru stærstu alþjóðlegu stúdentareknu samtök í heiminum. Samtökin eru vettvangur leiðtogaþjálfunar sem veita ungu menntafólki tækifæri til að öðlast haldbæra reynslu á sínu sviði samhliða háskólanámi sem mun nýtast þeim bæði almennt og einnig þegar komið er út í atvinnulífið.

Starfsemi AIESEC á Íslandi fer að mestu fram á höfuðborgarsvæðinu þar sem margvíslegir atburðir eru skipulagðir yfir árið, einnig er hægt að sækja um ýmsar ábyrgðarstöður en þar á meðal eru stjórnir í Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur, landstjórn AIESEC, stjórn Framadaganefndar sem vinnur að Framadögum ár hvert ásamt ýmsum öðrum embættum.

Meðlimir AIESEC fá tækifæri til að sækja ráðstefnur erlendis og kynnast þar með áhugaverðu fólki með ólík áhugamál og skoðanir sem eiga það þó sameiginlegt að hafa áhuga á heimsmálum, stjórnun og leiðtogastarfi. AIESEC leitast eftir því að draga það besta fram hjá einstaklingum, fyrirtækjum og samfélaginu í heild.